None

Kostnaðurinn 86 milljarðar

May 15, 2019, 7:54 p.m.
0

Country: Iceland

Written in: Icelandic; Íslenska

Source: mbl

Copyright: mbl.is/Árvakur hf. ©2019
academic discipline: is:Viðskipti;en:Trade

Innlendur kostnaður álveranna þriggja sem starfrækt eru hér á landi nam 86 milljörðum í fyrra en útflutningsverðmæti afurða þeirra nam á sama tíma 230 milljörðum króna. Af kostnaði þeirra fóru 40 milljarðar til raforkukaupa.

Viðskipti | mbl | 15.5.2019 | 17:54 Kostnaðurinn 86 milljarðar hérlendis Álver Norðuráls á Grundartanga er eitt þriggja álvera sem starfrækt eru hér á landi. mbl.is/Árni Sæberg Í nýjasta þætti Viðskiptapúlsins, hlaðvarpi ViðskiptaMoggans, ræðir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls um þau efnahagslegu áhrif sem álverin þrjú í Straumsvík, á Grundartanga og á Reyðarfirði hafa á íslenskt samfélag. Bendir hann á að innlendur kostnaður fyrirtækjanna hafi numið 86 milljörðum króna í fyrra á sama tíma og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafi numið 230 milljörðum króna. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls er gestur Viðskiptapúlsins að þessu sinni. mbl.is/Golli Þá bendir hann á að af þessum kostnaði hafi tæpur helmingur farið til raforkukaupa eða um 40 milljarðar. Í viðtalinu segir hann einnig frá tilurð og uppbyggingu Álklasans sem stofnaður var árið 2015. Og þá fer hann yfir það af hverju það sé umhverfisvænt að framleiða ál á Íslandi, fremur en t.d. í Kína. Hægt er að ná sér í fría áskrift að Viðskiptapúlsinum í gegnum Spotify og Itunes .  


Comments
Leave a comment

Create AccountLog In Your Account